vaxtarrými fyrir Nýsköpunar verkefni á norðurlandi

3. október - 14. nóvember 2024

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Startup Stormur er byggður upp að fyrirmynd viðskiptahraðla og er sérhannaður með þarfir teymanna sem taka þátt í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða. 

Vertu með vindinn í bakið

Startup Stormur er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi.

Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á ráðgjafafundum, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli. 

Startup Stormur fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. 

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 20. SEPTEMBER.

Skráning fer fram hér.


Rafrænn kynningarfundur um Startup Storm.

MentOraR
& fyRiRlesaRaR NOrðanáttar

Þátttakendur & Teymi nOrðanáttar 2021 & 2022

Þátttakendur Vaxtarrýmis og teymi Norðanáttar